Velkomin á ráðningavef IKEA

IKEA er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á virka starfsþróun og stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna.

Fyrirtækið leitast við að ráða til sín metnaðarfulla, hæfa og jákvæða einstaklinga. Við ráðningu er ávallt tekið mið af hæfni, þekkingu og reynslu umsækjenda og leitast við að velja réttasta aðilann fyrir hvert starf.

Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn getur þú sent inn umsókn og við höfum samband ef starf losnar sem gæti hentað þér.

Almennt um starfsumsóknir:

 • Allar umsóknir um störf skulu fara í gegnum ráðningarvefinn
 • Móttaka almennra umsókna er staðfest með tölvupósti og er þeim ekki svarað sérstaklega
 • Ef starfstækifæri gefst verður haft samband við umsækjanda
 • Umsóknir eru virkar í sex mánuði
 • Að sex mánuðum liðnum er umsóknum eytt og þarf umsækjandi að senda inn nýja umsókn sé áfram óskað eftir starfi
 • Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega jafnvel þótt almenn umsókn sé enn virk
 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál
 • Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu
 • Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri

Vissir þú?

IKEA er rótgróið fyrirtæki þar sem rúmlega 400 manns starfa innan um hagnýta hönnun á heimsmælikvarða. IKEA á Íslandi var eitt fyrsta fyrirtækið til að hljóta jafnlaunavottun VR og hefur einnig hlotið jafnlaunavottun Velferðarráðuneytisins. IKEA er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2018 og er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2018.

right content
 • IKEA
 • Kauptún 4
 • Sími: 520 2500
 • Fax: 520 2550
 • ikea@ikea.is