Starfsmaður á veitingasviði - hlutastarf

Við leitum að einstaklingi til starfa á veitingasviði IKEA. Um kvöld- og helgarstarf er að ræða.
Starfið felur í sér almenna afgreiðslu, undirbúning og framleiðslu á mat fyrir veitingastaðinn og kaffihúsið, framleiðslu í bakaríiinu, þrif o.fl.Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi á veitingasviði kostur
 • Áhugi á mat og matargerð
 • Þjónustulund
 • Snyrtimennska
 • Samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og jákvæðni


Á veitingastað IKEA er lögð áhersla á heilsusamlegt og gott fæði og jákvætt andrúmsloft.

 

Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, mannaudssvid@IKEA.is

 

 

Deila starfi
 
 • IKEA
 • Kauptún 4
 • Sími: 520 2500
 • Fax: 520 2550
 • ikea@ikea.is