Við leitum að einstaklingi í söludeildir. Um hlutastarf er að ræða og er unnið 1-2 virk kvöld í viku og aðra hverja helgi. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.
Starfið felst í að veita viðskiptavinum verslunarinnar þjónustu og aðstoð, halda útliti verslunarinnar söluhvetjandi og snyrtilegu ásamt því að tryggja það að vörur deildarinnar séu rétt verðmerktar, áfyllingar og ýmis tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
- Söluhæfileikar
- Jákvæðni og dugnaður
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Samviskusemi og drifkraftur
- Góð og rík þjónustulund
- Áhugi á hönnun og húsbúnaði
- Almenn tölvuþekking
Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, mannaudssvid@IKEA.is